Ávarp nýs formanns Kvenna í sjávarútvegi

Sælar veriði kæru félagskonur! Hér fyrir neðan er ávarp nýs formanns Kvenna í sjávarútvegi: Kæru KIS konur. Ég vil byrja á að þakka traustið sem mér hefur verið gefið til að sinna embætti formanns Kvenna í sjávarútvegi. Ég mun gera mitt besta til að fylla það skarð sem Freyja skilur eftir sig. Hún hefur unnið frábært starf á seinustu árum og mig langar að nota tækifærið til að þakka henni

Alþjóðleg ráðstefna fyrir konur í sjávarútvegi

Þann 5-7. nóvember 2018 stendur yfir alþjóðleg ráðstefna fyrir konur í sjávarútvegi í Santiago de Compostela á Spáni. Félaginu hlotnaðist sá heiður að vera boðið á ráðstefnuna og mun fyrrverandi formaður félagsins, Freyja Önundardóttir kynna niðurstöðu rannsóknar um stöðu kvenna í sjávarútvegi sem framkvæmd var árið 2017.  Niðurstöður rannsóknarinnar í heild sinni á íslensku er hér: Staða kvenna í sjávarútvegi frá sjónarhorni fyrirtækja og stofnana. Samantekt um rannsóknina á ensku: Translation

Konur í sjávarútvegi – KIS – Starfsárið 2017-2018

Kæru félagskonur! Nú er senn á enda fimmta starfsár félags Kvenna í sjávarútvegi og var aðalfundur haldinn þann 19. september sl. þar sem kosið var í nýja stjórn félagsins. Þeim sem höfðu staðið vaktina undanfarið ár var þakkað fyrir vel unnin störf og nýjar stjórnarkonur boðnar velkomnar. Formaður stjórnar félagsins,  Freyja Önundardóttir gerði árið upp í áhugaverðum pistli sem birtist í Sjávarafli í vikunni og birtist hér einnig: Kveðja formanns 

Morgunverðarviðburður hjá KPMG

Kæru konur í sjávarútvegi. Nú er áhugaverður viðburður framundan hjá okkur. Að þessu sinni hittumst við að morgni til og vonumst við til að sem flestar geti skapað sér svigrúm til að mæta. KPMG býður Konum í sjávarútvegi til morgunverðarfundar 20. mars næstkomandi í húsakynnum félagsins að Borgartúni 27, 8. hæð kl. 8:30 til 10:00. Þórunn M. Óðinsdóttir mun fjalla um straumlínustjórnun/LEAN og veltir því fyrir sér hvort þessi aðferðafræði

Auður austurlands

Tengslanet austfirskra kvenna auglýsir AUÐUR AUSTURLANDS mikilvægi fjölbreyttrar forystu.

Aðalfundur kvenna í sjávarútvegi föstudaginn 29. september 2017

Aðalfundur Kvenna í sjávarútvegi verður haldinn föstudaginn 29. september 2017 á Bergsson í Húsi sjávarklasans að Grandagarði 16 og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar lögð fram Reikningar lagðir fram til samþykktar Ákvörðun félagsgjalds Kosning stjórnar Önnur mál

KIS á Sjávarútvegssýningunni

Það hefur verið margt um manninn á bás KIS-kvenna á Sjávarútvegssýningunni. Félagskonur hafa verið duglegar að standa vaktina, kynna nýútkomna rannsókn og myndband og taka á móti gestum. Meðal þeirra sem hafa heimsótt básinn eru Guðni Th. Jóhannesson forseti og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.

Rannsókn um stöðu kvenna í sjávarútvegi

Eitt af fyrstu stefnumálum sem félagið setti fram í upphafi var að greina aðkomu kvenna að sjávarútvegi. Þar sem litlar tölulegar upplýsingar voru til ákváðu samtökin að láta gera rannsókn með það að leiðarljósi að kortleggja tækifæri til vaxtar fyrir sjávarútveg með aukinni þátttöku kvenna innan greinarinnar. Gallup og Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri sáu um framkvæmdina. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Íslandsbanki og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi styrktu rannsóknina. Send var vefkönnun

Austfirðir heimsóttir

Dagana 15.-17. maí héldu Konur í sjávarútvegi í árlega vorferð félagsins. Förinni var heitið austur á firði þar sem heimsótt voru fyrirtæki á svæðinu.  Um 30 konur fóru í ferðina en félagskonur kynntu sér starfsemi  Eskju, Egersund veiðarfæragerðar, Loðnuvinnslunnar, Síldarvinnslunnar og Smyril Line. Afar vel var tekið á móti félagskonum og heimsóknirnar bæði fræðandi og skemmtilegar. Haldnir voru kynningarfundir á Fáskrúðsfirði og í Neskaupsstað þar sem heimamönnum gafst kostur á

KIS hlýtur Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins

Konur í sjávarútvegi fengu Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins á Ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þann 19. maí. Freyja Önundardóttir formaður veitti verðlaunum viðtöku úr hendi Jens Garðarssonar formanns SFS. Verðlaunin eru veitt einstaklingi eða félagasamtökum sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta og efla íslenskan sjávarútveg með einum eða öðrum hætti. Í þakkarorðum sínum hvatti Freyja fyrirtæki í greininni til að efla hlut kvenna og fara fram með góðu fordæmi

Vorferð KIS kvenna

Það er komið að því sem við höfum allar verið að bíða eftir! Vorferð KIS kvenna verður farin dagana 15. - 17. maí. Haldið verður á hina fögru Austfirði þar sem heimsótt verða öflug og flott sjávarútvegsfyrirtæki. Takið dagsetningarnar frá en sendar verða út frekari upplýsingar um ferðatilhögun og dagskrá þegar nær dregur.

Fjör og fróðleikur í febrúar

Það eru tveir viðburðir á dagskrá KIS kvenna í febrúar sem engin ætti að missa af. Föstudaginn 10. febrúar heimsækjum við Hafrannsóknastofnun þar sem Sigurður Guðjónsson forstjóri tekur á móti okkur. Þar munu einnig Hallveig Ólafsdóttir hjá SFS og Guðrún Arndís Jónsdóttir stjórnarkona í KIS fjalla um íslenska kvótakerfið. Tveimur vikum síðar, 24. febrúar hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra boðið KIS konum í móttöku í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Við vekjum