Undirtektir kvenna í sjávarútveginum hafa ekki staðið á sér eftir fyrsta kynningarfund félagsins sem haldinn var í febrúar. Nú þegar hafa hátt í 60 félagskonur gengið til liðs við félagið og stjórnin hefur verið í óðaönn við að skipuleggja starfsárið.  „Við ætlum að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem felur í sér bæði eflingu tengslanets og þekkingarmiðlun þetta árið“ segir Hildur Sif Kristborgardóttir formaður.

Meðal dagskrárliða sem eru á næsta leiti er hádegisverðahittingur í húsarkynnum Marel, miðvikudaginn 9. apríl í næstu viku og í lok mánaðar, 29. apríl, verður haldin Vorvertíð í Sjávarklasanum í tengslum við m.a Sjávarútvegssýninguna í Brussel og fleira áhugavert.

Í maí er gert ráð fyrir Kvótafundi  sem felur í sér fyrirtækjaheimsóknir í bæjarfélag á Suðurnesjum auk þess sem við hittumst aftur í júni í léttum hádegisverði áður en félagið fer í sumarleyfi.

„Það er því úr mörgu að velja og við hvetjum því allar félagskonur að fylgjast vel með dagskránni og taka virkan þátt í henni“ segir Hildur að lokum.

Ert þú búin að skrá þig í félagið? Ef ekki getur þú skráð þið hér.