Föstudaginn 12.febrúar var viðburður á vegum KIS sem nefnist Kaffistofan.
Kaffistofan er ný tegund viðburða á vegum Félags kvenna í sjávarútvegi opið okkur og gestum okkar af báðum kynjum.
Það var fjölmennt á þessum fyrsta blandaða viðburði og á meðfylgjandi mynd má sjá glæsilegar konur og menn í sjávarútvegi á kaffistofunni hjá Öldu og Söndru í Einhamar Seafood.
Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur!