Síðastliðinn miðvikudag fengu KIS konur góðar móttökur í Sjóminjasafninu.

Um tuttugu konur áttu saman skemmtilega og fræðandi stund.

Við byrjuðum á að skoða sýninguna sjókonur. Þar kom ýmislegt skemmtilega á óvart (sjá nánar).

Við fengum kynningu á hönnun á nýrri mjög áhugaverðri grunnsýningu safnsins sem opnar 2017 Nútíminn verður meginstefið í þeirri sýningu.

Að lokum litum við inn á núverandi grunnsýningu. Frá örbirgð til alsnægta (sjá nánar).

Það er spennandi að fylgjast með þessu flotta safni og mikill metnaður í því sem framundan er. Það er full ástæða er til að hvetja alla til að skoða safn sem segir merkileg sögu okkar.

Takk fyrir góða samverustund

Með KIS kveðju