Dagskrá ársins

13. janúar - Akkerið Reykjavík - Víkinni Akureyri - Icelandair hótel 10. febrúar - Heimsókn á Hafrannsóknastofnun kl. 15:00-17:00 24. febrúar- Boð til sjávarútvegsráðherra kl. 16:30 *Birt með fyrirvara um breytingar

Fjölmennt á fyrstu Kaffistofunni

Föstudaginn 12.febrúar var viðburður á vegum KIS sem nefnist Kaffistofan. Kaffistofan er ný tegund viðburða á vegum Félags kvenna í sjávarútvegi opið okkur og gestum okkar af báðum kynjum. Það var fjölmennt á þessum fyrsta blandaða viðburði og á meðfylgjandi mynd má sjá glæsilegar konur og menn í sjávarútvegi á kaffistofunni hjá Öldu og Söndru í Einhamar Seafood. Við þökkum

Heimsókn í Sjóminjasafnið

Síðastliðinn miðvikudag fengu KIS konur góðar móttökur í Sjóminjasafninu. Um tuttugu konur áttu saman skemmtilega og fræðandi stund. Við byrjuðum á að skoða sýninguna sjókonur. Þar kom ýmislegt skemmtilega á óvart (sjá nánar). Við fengum kynningu á hönnun á nýrri mjög áhugaverðri grunnsýningu safnsins sem opnar 2017 Nútíminn verður meginstefið í þeirri sýningu. Að lokum litum við inn á núverandi

Skemmtilegur samhristingur KIS kvenna

Skemmtilegur samhristingur KIS kvenna og vinkvenna var á Bergsson RE föstudaginn 13.nóvember síðastliðinn. Það komu um þrjátíu konur saman og gerðu sér glaðan dag eftir vinnuviku. Hittingurinn var vel heppnaður og full ástæða til að endurtaka leikinn síðar. Þetta var bæði óformlegt og afslappað en aðeins var tekin umræða um hvaða leiðir eru færar til að tengjast erlendum samtökum kvenna

Matís tók á móti Konum í sjávarútvegi

Matís bauð konum í félagi kvenna í sjávarútvegi í hádegismat til sín þann 2. október síðastliðinn. Konur fengu fræðslu um starfsemi Matís þar sem áhersla var lögð á haftengd verkefni fyrirtækisins. Meðal fyrirlesara og erinda voru: Ingunn Jónsdóttir sem fjallaði um Auðlindir og afurðir, t.d. fiskiátakið "Fiskídag" Hrönn Ólína Jörundsdóttir sem fjallaði um Öryggi, umhverfi og erfðir, t.d. mælingar á

Þriðji fundur fagráðs kvenna í sjávarútvegi

Í dag var þriðji fundur fagráðs kvenna í sjávarútvegi og meðal fundargesta voru Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Fagráðið hefur leiðbeint stjórninni vel á starfsárinu og komið með margar góðar ábendingar sem unnið verður eftir. Það er félaginu ómetanlegt að hafa fagráðið til að leita til við mótun starfsins og stefnu félagsins.

Hádegishittingur hjá Íslenska Sjávarklasanum

Þriðjudaginn 29. apríl síðastliðinn var hádegishittingur hjá Konum í sjávarútvegi og hittust rúmlega 30 konur í Húsi Sjávarklasans. Þær fengu kynningu á starfsemi Íslenska sjávarklasans ásamt kynningarferð um húsið. Einnig kynnti Ankra starfsemi sína en það eru þrjár ungar konur sem þróa og framleiða snyrtivörur og fæðubótaefni úr auðlindum hafsins. Nánari upplýsingar veitir: Eva Rún Michelsen, framkvæmdastjóri Húss Sjávarklasans, sími: 692

Fyrsti hádegisverðahittingurinn var í Marel

Í apríl síðastliðnum héldu Konur í sjávarútvegi fyrsta hádegisverðahittinginn sinn. Að þessu sinni bauð Marel heim með súpu og fræðslu. Hátt í 30 konur mættu og notuðu tækifærið til að styrkja tengslin sín á milli og fræðast um Marel í fiskiðnaði. M.a veitti Stella Björg Kristinsdóttir, Markaðsstjóri Fiskiðnaðarseturs Marel innsýn í starfsemi og skipulag Fiskiðnaðarsetursinsauk þess sem konur í Marel deilu reynslu

Hádegisverðahittingur í Sjávarklasanum

Þriðjudaginn 29.apríl býður félagið félagskonum  í súpuhitting í húsi Íslenska Sjávarklasans á milli kl. 12:00-13:30. Eva Rún Michelsen, framkvæmdastjóri Húss Sjávarklasans fjallar um starfsemi klasans og býður áhugasömum að ganga um húsið. Að auki er þetta kjörið tækifæri fyrir félagskonur til að hittast aðeins fyrir Sjávarútvegssýninguna í Brussel og hita upp fyrir vikuna sem er framundan. Ókeypis aðgangur fyrir félagskonur.

Fjölbreytt dagskrá framundan

Undirtektir kvenna í sjávarútveginum hafa ekki staðið á sér eftir fyrsta kynningarfund félagsins sem haldinn var í febrúar. Nú þegar hafa hátt í 60 félagskonur gengið til liðs við félagið og stjórnin hefur verið í óðaönn við að skipuleggja starfsárið.  „Við ætlum að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem felur í sér bæði eflingu tengslanets og þekkingarmiðlun þetta árið“ segir

Öflugar konur í sjávarútvegi

Félagið Konur í sjávarútvegi hélt sinn fyrsta kynningarfund í síðustu viku í húsakynnum Íslandsbanka. Mæting var framar vonum en á fundinn mættu um 100 konur og mikill áhugi var meðal gesta á félaginu. Tilgangur félagsins er að styrkja og efla konur sem starfa í sjávarútvegi ásamt því að gera þær sýnilegri innan iðnaðarins sem utan. Jákvæðni, samstaða og hjálpsemi eru

Barbara Stewart í Hörpunni 21. mars

Félag kvenna í sjávarútvegi vill benda öllum konum á fróðlegan fund með Barböru Stewart, fjármálasérfræðingi og sjóðsstjóra hjá Cumberland Private Wealth Management í Toronto, Kanada   Félag kvenna í sjávarútvegi vill benda öllum konum á fróðlegan fund með Barböru Stewart, fjármálasérfræðingi og sjóðsstjóra hjá Cumberland Private Wealth Management í Toronto, Kanada Meðal dagskrárliða sem eru á næsta leiti er hádegisverðahittingur