Sögur úr landi – Marel og Einhamar Seafood

Árangursrík hugbúnaðarinnleiðing í nútímafiskvinnslu. Marel býður konum í sjávarútvegi og gestum þeirra á málstofu þar sem Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamar Seafood og Jón Geir Sigurbjörnsson, viðskiptastjóri hugbúnaðarlausna Marel ræða árangursríka innleiðingu á Innova framleiðsluhugbúnaði Marel.   Innova er framleiðsluhugbúnaður sem gerir matvælaframleiðendum kleift að hámarka nýtingu og afköst, uppfylla gæðakröfur og tryggja matvælaöryggi. Fundarstjóri er Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta

Viðburður hjá Matís þann 16.mars

Kæru Konur í sjávarútvegi, Ykkur er boðið að koma á viðburð í Matís þann 16. mars, kl. 9-12, sem fjallar m.a. um rekjanleika. Boðið verður uppá hádegisverð að viðburði loknum. Nánar um viðburð: Matís stendur fyrir málstofu um hvernig erfðatækni geti nýst við að tryggja heilindi í viðskiptum með sjávar- og fiskeldisafurðir. Á undanförnum árum hafa komið upp fjöldi tilvika

Kaffistofan hjá SFS 14.mars

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi býður KIS félagsskonum og samstarfsaðilum þeirra af báðum kynjum til sín í morgunkaffi í Hús atvinnulífsins á 1. Hæð í kvikuna Borgartúni 35, mánudaginn 14.mars frá 08:30-10:00 Allir velkomnir! Kaffistofan er ný tegund viðburða á vegum Félags kvenna í sjávarútvegi opið okkur og gestum okkar. Tilvalið að hittast í morgunsárið og taka spjall um hvað sem

Kynningarfundur KIS 26. febrúar

Kæru félagskonur, Föstudaginn 26. febrúar næstkomandi býður KIS félagskonum sínum að hittast á Bryggjan Brugghús að Grandagarði 8, kl: 16:00. Við viljum kynna fyrir ykkur: Dagskrá  2016 Viðburði Nýjar áherslur Vorferðina norður Önnur mál Eftir kynninguna geta þær sem vilja setið áfram, átt létt spjall og drykk saman. Skráning er ekki nauðsynleg en gott ef þið gætuð látið vita með mætingu

Vorferð KIS 19-21 maí 2016

Akureyri-Dalvík-Ólafsfjörður-Siglufjörður og etv. fleira. Nú nálgast vorið og við höfum hug á góðu ferðalagi. Áætlað er að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar fimmtudagsmorgunn 19.maí. Við stefnum á Siglufjörð með viðkomu hjá áhugaverðum fyrirtækjum á leiðinni. Samvera, kvöldverður og gisting á Sigló hotel Haldið til Akureyrar daginn eftir þar sem hægt er að taka flugið heim eða vera með og nýta daginn

Kaffistofan hjá Öldu í Einhamar Seafood

Alda hjá Einhamar Seafood býður KIS félagsskonum og samstarfsaðilum þeirra af báðum kynjum til sín í Einhamar Seafood í Grindavik föstudaginn 12.febrúar klukkan 08:30 á kaffistofu Einhamars Seafood, Verbraut 3a í Grindavík. Allir velkomnir! Kaffistofan er ný tegund viðburða á vegum Félags kvenna í sjávarútvegi opið okkur og gestum okkar. Ef vel tekst til þá hugsum okkur að hafa framhald

KIS boð í Sjóminjasafnið í Reykjavík

Flott boð fyrir KIS konur í Sjóminjasafnið í Reykjavík miðvikudaginn 20. janúar 2016 kl. 17.00 Við hvetjum KIS konur til að gefa sér tíma og fjölmenna í flott boð. Það verður tekið vel á móti okkur, við skoðum núverandi sýningu og sagt verður frá fyrirhugaðri sýningu safnsins (spennandi). Léttar veitingar í boði. Staðsetning: Grandagarður 8, gengið inn um aðalinngang. Þetta er kjörið

Jólaheimsókn til Icelandair Cargo

Miðvikudaginn 9. desember kl. 16:00 býður Icelandair Cargo félagskonum í jólaheimsókn til fyrirtækisins. Við munum hefja heimsóknina í bíósal á hótel Natura Nauthólsvegi 52 í Reykjavík þar sem þau munu segja okkur frá starfsemi félagsins. Að kynningu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar og létt spjall. Það verður án efa mjög áhugavert að heimsækja Icelandair Cargo í sjálfum jólamánuðinum.

Samhristingur KIS kvenna og vinkvenna

Konur í sjávarútvegi. Föstudaginn 13. nóvember kl. 17. ætlum við KIS konur að hittast á Bergsson RE í Húsi sjávarklasans að Grandagarði 16. Tilvalið að koma saman eftir vinnuviku í Happy hour sem er sérstaklega skipulagður en þó óformlegur hittingur KIS kvenna. Við getum boðið vinkonum okkar með, kannski vilja fleiri skoða að ganga í félagið okkar flotta og hittingur

Aðalfundur Kvenna í sjávarútvegi 1.október 2015

Aðalfundur Kvenna í Sjávarútvegi verður haldinn fimmtudaginn 1. október 2015 í Húsi sjávarklasans að Grandagarði 16 og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar lögð fram Reikningar lagðir fram til samþykktar Tillaga til breytingar á 8.gr samþykkta félagsins Ákvörðun félagsgjalds Kosning stjórnar Önnur mál Eftirfarandi stjórnarkonur gefa áfram kost á sér til stjórnarsetu: Freyja Önundardóttir

Eimskip býður félagskonum heim þriðjudaginn 6. október

Þriðjudaginn 6. október býður Eimskip félagskonum á hádegisfund milli kl.12:00-13:00 í höfuðstöðvum sínum að Korngörðum 4, 104 Reykjavík. Þau munu segja okkur frá starfsemi félagsins og tengslum við sjávarútveginn. Það verður án efa mjög áhugavert að heimsækja Eimskip. Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á netfangið kis@kis.is fyrir 2. október. Ókeypis aðgangur fyrir félagskonur.

Konur í sjávarútvegi hlutu styrk frá Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka

Konur í sjávarútvegi hlutu á dögunum styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka fyrir verkefnið Aðkoma kvenna að sjávarútvegi. Markmiðið með verkefninu er að kortleggja tækifæri til vaxtar fyrir konur innan sjávarútvegsins með aukinni þátttöku þeirra innan greinarinnar. Þær Nótt Thorberg og Hildur Sif Kristborgardóttir tóku við styrknum fyrir hönd Kvenna í sjávarútvegi. Sjö aðilar fengu styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Sjóðurinn styrkir frumkvöðlaverkefni sem