Ferðin þann 3. júní til Þorlákshafnar frestast

Kæru félagsskonur, Áætlun skipsins breyttist og því miður verður það ekki í Þorlákshöfn þann 3.júní kl. 12.00 eins og áætlað var. Þar sem ekki er hægt að biðja skipið um að breyta áætlun verðum við að fresta fyrirhugaðri heimsókn til Þorlákshafnar. Fjarðalax vill hins vegar bjóða konum í heimsókn í höfuðstöðvar sínar að Grandagarði í september næstkomandi. Mun Fjarðalax kynna starfsemi

Skoðunarferð í eldisstöðina Ísþór í Þorlákshöfn – 3. júní kl. 11.45

Kæru félagskonur, Þann 3.júní kl.11:45 býður Fjarðalax félagskonum að skoða eldisstöðina Ísþór í Þorlákshöfn. Hægt verður að fylgjast með því þegar seiðum sem alin hafa verið í allan vetur verður dælt um borð í brunnbát sem flytur þau vestur á firði. Vegalengdin sem seiðin fara frá stöð að skipi eru 2 km. Boðið verður upp á léttar veitingar. Vinsamlegast skráið

Dagsferð á Snæfellsnes

Föstudaginn 8.maí nk. munu Konur í sjávarútvegi fara í dagsferð á Snæfellsnes að heimsækja fyrirtæki í sjávarúvegi. Áætluð brottför frá Reykjavík er kl. 6:30 og áætluð heimkoma um miðnætti. Vinsamlegast skráið ykkur á kis@kis.is eigi síðar en 4. maí nk. Með kveðju, Stjórn KIS Stykkishólmur - Grundarfjörður og Rif - föstudaginn 8. maí kl. 06.30 - 23.30 Nú er komið að

Samhentir og Vörumerking bjóða KIS í heimsókn

Fimmtudaginn 16.apríl nk. bjóða Samhentir og Vörumerking félagskonum KIS í heimsókn. Þar gefst félagskonum tækifæri til að kynnast fyrirtækinu og starfsemi þess ásamt því að boðið verður upp á léttar veitingar. Boðið hefst kl.15:30 í höfuðstöðvum Samhentra að Suðurhrauni 4a og stendur til kl.17:00. Við hvetjum félagskonur til að taka daginn frá. Hlökkum til að sjá sem flestar! Ókeypis aðgangur fyrir

KPMG býður KIS konum heim

Fimmtudaginn 19.mars býður KPMG félagskonum á hádegisfund milli kl.11:30-13:00 í höfuðstöðvum sínum að Borgartúni 27, 105 Reykjavík. Kristrún Ingólfsdóttir og Auður Þórisdóttir, félagskonur í KIS, segja okkur frá starfsemi KPMG og tengslum félagsins við sjávarútveginn. Ókeypis aðgangur fyrir félagskonur. Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á netfangið kis@kis.is fyrir 16. mars. KPMG á Íslandi Borgartún 27, 105 Reykjavík. www.kpmg.is

Þér er boðið á kynningu hjá Wise á lausnum fyrir sjávarútveginn

Wise býður félagskonum Kvenna í sjávarútvegi á kynningu á lausnum fyrir sjávarútveginn fimmtudaginn 26. febrúar kl. 16.00. Láttu sjá þig, Borgartún 26, 108 Reykjavík - Skráning fer fram á kis@kis.is Léttar veitingar í boði. WiseFish er sérsniðin lausn byggð á Microsoft Dynamics NAV viðskiptahugbúnaðinum. Lausnin hentar öllum stærðum fyrirtækja og er hönnuð til að sinna þörfum sjávarútvegsfyrirtækja. Hugbúnaðurinn býður upp á fjölbreytta eiginleika

Feel Iceland – þér er boðið í pre launch partý

Kynning og forsala á nýju, náttúrulegu andlits serumi með virkni sem er engu lík. Varan fer ekki í sölu fyrr en í byrjun næsta árs en stjórnendur Ankra ákváðu að bjóða nokkrum velvöldum til að fá að vera fyrst að prófa. Ekki láta þetta framhjá þér fara og komdu í ljúfa jólastemmningu í Sjávarklasanum, Grandagarði 16, þriðjudaginn 2. desember kl.

Lýsi býður konum heim fimmtudaginn 4. desember

Fimmtudaginn 4.desember nk. býður Lýsi hf. félagskonum í heimsókn til að kynnast fyrirtækinu og starfsemi þess ásamt því að bjóða upp á léttar veitingar. Boðið hefst kl.16:00 í höfuðstöðvum Lýsis að Fiskislóð 5 og stendur til kl. 17:30. Skráðu þig fyrir 1. desember á kis@kis.is Kæru félagskonur KIS, Fimmtudaginn 4.desember nk. býður Lýsi hf. félagskonum í heimsókn til að kynnast

Hádegishittingur hjá HB Granda 22.október

Miðvikudaginn 22. október býður HB Grandi félagskonum í hádegisverðahitting á milli kl. 12:00-13:15 í höfuðstöðvum sínum að Norðurgarði 1. HB Grandi mun kynna sig og starfsemi sína fyrir félagskonum. Ókeypis aðgangur fyrir félagskonur. Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á kis@kis.is fyrir 20. október Hlökkum til að sjá ykkur!

Íslandsbanki býður konum í sjávarútvegi á bás E40 á ICEFISH

Föstudaginn 26.september býður Íslandsbanki Konum í sjávarútvegi í heimsókn á bás E40 á milli 15-16 á Íslensku sjávarútvegssýningunni, ICEFISH 2014. Ekki hika við að taka vinkonu með ef þú telur hana vilja kynnast félaginu betur. Hlökkum til að sjá ykkur!

Hádegishittingur hjá Matís 2. október

Fimmtudaginn 2. október býður Matís félagskonum í hádegisverðahitting á milli kl. 12:00-13:00 í höfuðstöðvum sínum að Vínlandsleið 12. Matís mun kynna sig og starfsemi sína fyrir félagskonum. Ókeypis aðgangur fyrir félagskonur. Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á netfangið kis@kis.is fyrir 30. september. Hlökkum til að sjá ykkur!

Aðalfundur 17. september

Aðalfundur Kvenna í Sjávarútvegi verður haldinn miðvikudaginn 17. september 2014 í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16 og hefst hann kl. 16:00.