Frá veiðum til neytenda – Dagskrá

Ferð til Vestmannaeyja - föstudaginn 12. septetmber kl. 07.00 - 19.30. Nú er komið að næstu ferð hjá Konum í sjávarútvegi og viljum við bjóða öllum félagskonum með okkur í fyrirtækjaheimsóknir til Vestmannaeyja. Skráning stendur yfir. Dagskráin er svohljóðandi: 07:00 Lagt af stað frá Húsi Sjávarklasans í Reykjavík 10:00 Farið með Baldri til Vestmanneyja 11:00 Skoðum eitt af skipum flotans

Dagsferð til Vestmannaeyja

Takið daginn frá... Þann 12.september verður ferð á vegum Félag kvenna í sjávarútvegi til Vestmannaeyja. Við munum heimsækja fyrirtæki á staðnum og kynna okkur starfsemi þeirra. Þema ferðarinnar verður frá veiðum til neytenda. Farið verður með Herjólfi frá Landeyjarhöfn kl. 10:00 og haldið til baka kl. 17:30. Ítarlegri upplýsingar um fyrirtækin sem heimsótt verða og dagskrá verða sendar félagsmönnum eigi

Vorferð til Grindavíkur

Vorferð til Grindavíkur - föstudaginn 23. maí kl. 11.00 - 18.00. Nú er komið að vorferð hjá Konum í sjávarútvegi og viljum við bjóða öllum félagskonum í fyrirtækjaheimsóknir til Grindavíkur. Skráning stendur yfir. Dagskráin er svohljóðandi: 11:00 Lagt af stað frá Húsi Sjávarklasans í Reykjavík 12:00 Heimsókn til Stakkavíkur þar sem boðið er upp á dýrindis fiskisúpu og steiktar gellur

Hádegishittingur hjá Íslenska Sjávarklasanum

Þriðjudaginn 29. apríl síðastliðinn var hádegishittingur hjá Konum í sjávarútvegi og hittust rúmlega 30 konur í Húsi Sjávarklasans. Þær fengu kynningu á starfsemi Íslenska sjávarklasans ásamt kynningarferð um húsið. Einnig kynnti Ankra starfsemi sína en það eru þrjár ungar konur sem þróa og framleiða snyrtivörur og fæðubótaefni úr auðlindum hafsins. Nánari upplýsingar veitir: Eva Rún Michelsen, framkvæmdastjóri Húss Sjávarklasans, sími: 692

Hádegisverðahittingur í Sjávarklasanum

Þriðjudaginn 29.apríl býður félagið félagskonum  í súpuhitting í húsi Íslenska Sjávarklasans á milli kl. 12:00-13:30. Eva Rún Michelsen, framkvæmdastjóri Húss Sjávarklasans fjallar um starfsemi klasans og býður áhugasömum að ganga um húsið. Að auki er þetta kjörið tækifæri fyrir félagskonur til að hittast aðeins fyrir Sjávarútvegssýninguna í Brussel og hita upp fyrir vikuna sem er framundan. Ókeypis aðgangur fyrir félagskonur.

Vel heppnuð ferð á Snæfellsnesið

Við viljum þakka öllum þeim félagskonum sem gátu verið með okkur í ferðinni á Snæfellsnesið þann 8.maí sl. Þátttakan var góð en 37 konur voru með í för. Hægt er að segja að ferðin hafi verið einstaklega vel heppnuð og var tekið höfðinglega á móti okkur hvert sem við fórum. Oft segja myndir meira en þúsund orð. Myndir frá Snæfellsnesi

Barbara Stewart í Hörpunni 21. mars

Félag kvenna í sjávarútvegi vill benda öllum konum á fróðlegan fund með Barböru Stewart, fjármálasérfræðingi og sjóðsstjóra hjá Cumberland Private Wealth Management í Toronto, Kanada   Félag kvenna í sjávarútvegi vill benda öllum konum á fróðlegan fund með Barböru Stewart, fjármálasérfræðingi og sjóðsstjóra hjá Cumberland Private Wealth Management í Toronto, Kanada Meðal dagskrárliða sem eru á næsta leiti er hádegisverðahittingur

Viðburðir

Viðburðir á döfinni hjá Konum í sjávarútvegi Vorvertíð, hádegisfundur – styrkjum tengslin fyrir Brussel Dags: 29. apríl, kl. 12.00-13.30 Staður: Hús íslenska sjávarklasans, Grandagarði 16 Skráning: kis@kis.is   Vorferð til Grindavíkur Dags: 23. maí, kl. 11.00-18.00 Staður: Lagt af stað frá Húsi íslenska sjávarklasans, kl. 11.00 Skráning: kis@kis.is