Stjórnin komin til starfa eftir sumarleyfi

Fyrsti stjórnarfundur KIS eftir sumarleyfi fór fram 16.ágúst síðastliðinn og er verið að leggja drög að dagskrá haustsins og má segja að það sé mikill hugur í félaginu. Á næstu dögum mun ykkur berast fundarboð og dagskrá aðalfundar KIS en fundurinn er haldinn föstudaginn 23.september kl 15:00 í Húsi sjávarklasans að Grandagarði 16. Átta konur sitja í stjórn félagsins og er ljóst að tvö stjórnarsæti verða laus fyrir áhugasamar konur.

Akkerið á Siglufirði og Akureyri

Dagana 19. og 20. maí heimsækja 50 félagskonur fyrirtæki á Grenivík, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri. Kynningarfundir verða haldnir á Sigló hóteli fimmtudaginn 19. maí kl. 18.00 og á Icelandair hótel Akureyri föstudaginn 20. maí kl. 18.00. Við hvetjum áhugasama karla sem konur til að koma og kynna sér félagið og markmið þess.

Vorferð KIS 19.-21.maí

Félagskonur og velunnarar KIS, Nú er stundin runnin upp, fimmtudaginn 19.maí leggja KIS konur í skemmtilegt tveggja daga ferðalag norður. Hópurinn samanstendur af konum frá höfuðborginni jafnt sem landsbyggðinni og eru 48 félagskonur með í fer að þessu sinni. Framundan er fjölbreytt og þettskipuð dagskrá en þó svigrúm til að kynnast og efla tengslin. Dagskrá ferðarinnar má nálgast hér. Félagið auglýsti einnig opinn viðburð, Akkerið sem fer fram bæði á

Akkerið föstudaginn 6.maí

Akkerið er mánaðarlegur hittur félagskvenna. Tilgangur Akkerisins er fyrst og fremst tengslamyndun og þekkingarmiðlun milli kvenna í sjávarútvegi og því er engin auglýst dagskrá á þessum viðburði. Félagskonur eru því hvattar til að mæta og hafa gaman saman í vikulok. Í framtíðinni verður Akkerið er ávallt haldið á sama stað, Bryggjunni Brugghúsi, fyrsta föstudag hvers mánaðar nema í þeim tilvikum sem viðburðurinn skarast á við aðra viðburði í sjávarútvegi. Staðsetning

Samskip bjóða félagskonum KIS til sín þann 14.apríl

Samskip bjóða félagskonum KIS til sín þann 14.apríl kl. 12:00-13:15 Það er okkur hjá Samskipum sönn ánægja að taka á móti ykkur og kynna fyrir ykkur fyrirtækið okkar. Samskip eru alhliða flutningafyrirtæki sem gegnir lykil hlutverki í samfélaginu. Samskip eiga og reka fimm gámaskip sem eru í reglulegum flutningum milli Íslands og Evrópu þar sem hitastýrðir flutningar skipta miklu máli.   Félagið hefur sérhæft sig í margvíslegri þjónustu við sjávarútveginn

Dagskrá ársins

13. janúar - Akkerið Reykjavík - Víkinni Akureyri - Icelandair hótel 10. febrúar - Heimsókn á Hafrannsóknastofnun kl. 15:00-17:00 24. febrúar- Boð til sjávarútvegsráðherra kl. 16:30 *Birt með fyrirvara um breytingar

Ráðstefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi – Akkerið fært til 8. apríl

Minnum félagskonur á árlega ráðstefnu SFS sem haldin er föstudaginn 1. apríl. Þar sem ráðstefnan ber upp á sama dag og mánaðarlegur hittingur félagsins hefur verið ákveðið að færa Akkerið til 8. apríl. Ráðstefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica, föstudaginn 1. apríl kl. 13.00 til 16.30. Frekari upplýsingar um viðburðinn og skráningu má sjá hér Næsta Akkeri félagskvenna verður því að þessu sinni haldið 8.

Sögur úr landi – Marel og Einhamar Seafood

Árangursrík hugbúnaðarinnleiðing í nútímafiskvinnslu. Marel býður konum í sjávarútvegi og gestum þeirra á málstofu þar sem Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamar Seafood og Jón Geir Sigurbjörnsson, viðskiptastjóri hugbúnaðarlausna Marel ræða árangursríka innleiðingu á Innova framleiðsluhugbúnaði Marel.   Innova er framleiðsluhugbúnaður sem gerir matvælaframleiðendum kleift að hámarka nýtingu og afköst, uppfylla gæðakröfur og tryggja matvælaöryggi. Fundarstjóri er Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta og fjárfestatengsla Marel. Málstofan fer fram föstudaginn 8. apríl kl.

Viðburður hjá Matís þann 16.mars

Kæru Konur í sjávarútvegi, Ykkur er boðið að koma á viðburð í Matís þann 16. mars, kl. 9-12, sem fjallar m.a. um rekjanleika. Boðið verður uppá hádegisverð að viðburði loknum. Nánar um viðburð: Matís stendur fyrir málstofu um hvernig erfðatækni geti nýst við að tryggja heilindi í viðskiptum með sjávar- og fiskeldisafurðir. Á undanförnum árum hafa komið upp fjöldi tilvika þar sem milliliðir og neytendur eru blekktir í viðskiptum með

Kaffistofan hjá SFS 14.mars

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi býður KIS félagsskonum og samstarfsaðilum þeirra af báðum kynjum til sín í morgunkaffi í Hús atvinnulífsins á 1. Hæð í kvikuna Borgartúni 35, mánudaginn 14.mars frá 08:30-10:00 Allir velkomnir! Kaffistofan er ný tegund viðburða á vegum Félags kvenna í sjávarútvegi opið okkur og gestum okkar. Tilvalið að hittast í morgunsárið og taka spjall um hvað sem okkur er hugleikið. Kveðja, Stjórnin

Upplýsingar til félagskvenna

Sælar konur í sjávarútvegi, Kynningarfundur á starfsemi félagsins okkar var haldinn föstudaginn 26 febrúar. Hér koma upplýsingar sem þar komu fram. Stjórn kvenna í sjávarútvegi hefur í vetur verið að vinna að stefnumótun fyrir félagið. Við höfum valið nýjar leiðir til að vinna að tilgangi félagsins sem er að styrkja og efla konur í sjávarútvegi ásamt því að gera þær sýnilegri innan iðnaðarins og utan hans. Við vinnum markvisst að

Kynningarfundur KIS 26. febrúar

Kæru félagskonur, Föstudaginn 26. febrúar næstkomandi býður KIS félagskonum sínum að hittast á Bryggjan Brugghús að Grandagarði 8, kl: 16:00. Við viljum kynna fyrir ykkur: Dagskrá  2016 Viðburði Nýjar áherslur Vorferðina norður Önnur mál Eftir kynninguna geta þær sem vilja setið áfram, átt létt spjall og drykk saman. Skráning er ekki nauðsynleg en gott ef þið gætuð látið vita með mætingu svo hægt sé að áætla fjölda, smelltu hér til að