KIS boð í Sjóminjasafnið í Reykjavík

Flott boð fyrir KIS konur í Sjóminjasafnið í Reykjavík miðvikudaginn 20. janúar 2016 kl. 17.00 Við hvetjum KIS konur til að gefa sér tíma og fjölmenna í flott boð. Það verður tekið vel á móti okkur, við skoðum núverandi sýningu og sagt verður frá fyrirhugaðri sýningu safnsins (spennandi). Léttar veitingar í boði. Staðsetning: Grandagarður 8, gengið inn um aðalinngang. Þetta er kjörið tækifæri til að skoða safn sem sýnir okkur söguna sem

Skemmtilegur samhristingur KIS kvenna

Skemmtilegur samhristingur KIS kvenna og vinkvenna var á Bergsson RE föstudaginn 13.nóvember síðastliðinn. Það komu um þrjátíu konur saman og gerðu sér glaðan dag eftir vinnuviku. Hittingurinn var vel heppnaður og full ástæða til að endurtaka leikinn síðar. Þetta var bæði óformlegt og afslappað en aðeins var tekin umræða um hvaða leiðir eru færar til að tengjast erlendum samtökum kvenna í sjávarútvegi og hvaða erlenda heiti hentar okkur best. Mest

Jólaheimsókn til Icelandair Cargo

Miðvikudaginn 9. desember kl. 16:00 býður Icelandair Cargo félagskonum í jólaheimsókn til fyrirtækisins. Við munum hefja heimsóknina í bíósal á hótel Natura Nauthólsvegi 52 í Reykjavík þar sem þau munu segja okkur frá starfsemi félagsins. Að kynningu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar og létt spjall. Það verður án efa mjög áhugavert að heimsækja Icelandair Cargo í sjálfum jólamánuðinum. Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á netfangið kis@kis.is fyrir 5.

Samhristingur KIS kvenna og vinkvenna

Konur í sjávarútvegi. Föstudaginn 13. nóvember kl. 17. ætlum við KIS konur að hittast á Bergsson RE í Húsi sjávarklasans að Grandagarði 16. Tilvalið að koma saman eftir vinnuviku í Happy hour sem er sérstaklega skipulagður en þó óformlegur hittingur KIS kvenna. Við getum boðið vinkonum okkar með, kannski vilja fleiri skoða að ganga í félagið okkar flotta og hittingur og spjall er leið til að laða að. Reynslan sýnir

Aðalfundur Kvenna í sjávarútvegi 1.október 2015

Aðalfundur Kvenna í Sjávarútvegi verður haldinn fimmtudaginn 1. október 2015 í Húsi sjávarklasans að Grandagarði 16 og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar lögð fram Reikningar lagðir fram til samþykktar Tillaga til breytingar á 8.gr samþykkta félagsins Ákvörðun félagsgjalds Kosning stjórnar Önnur mál Eftirfarandi stjórnarkonur gefa áfram kost á sér til stjórnarsetu: Freyja Önundardóttir - starfar hjá Önundi ehf. - Framboð til formanns Hildur

Eimskip býður félagskonum heim þriðjudaginn 6. október

Þriðjudaginn 6. október býður Eimskip félagskonum á hádegisfund milli kl.12:00-13:00 í höfuðstöðvum sínum að Korngörðum 4, 104 Reykjavík. Þau munu segja okkur frá starfsemi félagsins og tengslum við sjávarútveginn. Það verður án efa mjög áhugavert að heimsækja Eimskip. Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á netfangið kis@kis.is fyrir 2. október. Ókeypis aðgangur fyrir félagskonur.

Konur í sjávarútvegi hlutu styrk frá Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka

Konur í sjávarútvegi hlutu á dögunum styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka fyrir verkefnið Aðkoma kvenna að sjávarútvegi. Markmiðið með verkefninu er að kortleggja tækifæri til vaxtar fyrir konur innan sjávarútvegsins með aukinni þátttöku þeirra innan greinarinnar. Þær Nótt Thorberg og Hildur Sif Kristborgardóttir tóku við styrknum fyrir hönd Kvenna í sjávarútvegi. Sjö aðilar fengu styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Sjóðurinn styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða.

Ferðin þann 3. júní til Þorlákshafnar frestast

Kæru félagsskonur, Áætlun skipsins breyttist og því miður verður það ekki í Þorlákshöfn þann 3.júní kl. 12.00 eins og áætlað var. Þar sem ekki er hægt að biðja skipið um að breyta áætlun verðum við að fresta fyrirhugaðri heimsókn til Þorlákshafnar. Fjarðalax vill hins vegar bjóða konum í heimsókn í höfuðstöðvar sínar að Grandagarði í september næstkomandi. Mun Fjarðalax kynna starfsemi sína og bjóða upp á dýrindis lax og veigar. Dagsetning

Skoðunarferð í eldisstöðina Ísþór í Þorlákshöfn – 3. júní kl. 11.45

Kæru félagskonur, Þann 3.júní kl.11:45 býður Fjarðalax félagskonum að skoða eldisstöðina Ísþór í Þorlákshöfn. Hægt verður að fylgjast með því þegar seiðum sem alin hafa verið í allan vetur verður dælt um borð í brunnbát sem flytur þau vestur á firði. Vegalengdin sem seiðin fara frá stöð að skipi eru 2 km. Boðið verður upp á léttar veitingar. Vinsamlegast skráið þátttöku á kis@kis.is fyrir 30.maí. Hlökkum til að sjá ykkur!

Kveðja frá formanni

Kveðja frá formanni, Kæru félagskonur Kvenna í sjávarútvegi, nú er nokkuð liðið á annað starfsárið okkar sem hefur gengið vel til þessa. Fyrsta starfaárið gekk vonum framan og hefur félagskonum fjölgaði um þriðjung milli starfsára. Fram til þessa höfum við farið í sjö fyrirtækja heimsóknir og tvær dagsferðir, önnur var til Grindavíkur á vordögum 2014 og hin til Vestmannaeyja, haustið sama ár. Þann 8.maí næstkomandi er komið að þriðju dagsferðinni

Dagsferð á Snæfellsnes

Föstudaginn 8.maí nk. munu Konur í sjávarútvegi fara í dagsferð á Snæfellsnes að heimsækja fyrirtæki í sjávarúvegi. Áætluð brottför frá Reykjavík er kl. 6:30 og áætluð heimkoma um miðnætti. Vinsamlegast skráið ykkur á kis@kis.is eigi síðar en 4. maí nk. Með kveðju, Stjórn KIS Stykkishólmur - Grundarfjörður og Rif - föstudaginn 8. maí kl. 06.30 - 23.30 Nú er komið að næstu ferð hjá Konum í sjávarútvegi og viljum við bjóða

Samhentir og Vörumerking bjóða KIS í heimsókn

Fimmtudaginn 16.apríl nk. bjóða Samhentir og Vörumerking félagskonum KIS í heimsókn. Þar gefst félagskonum tækifæri til að kynnast fyrirtækinu og starfsemi þess ásamt því að boðið verður upp á léttar veitingar. Boðið hefst kl.15:30 í höfuðstöðvum Samhentra að Suðurhrauni 4a og stendur til kl.17:00. Við hvetjum félagskonur til að taka daginn frá. Hlökkum til að sjá sem flestar! Ókeypis aðgangur fyrir félagskonur. Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á netfangið kis@kis.is fyrir