Skrifað af Super User on . P�sta� � Greinar og tilkynningar

Tilgangur félagsins er að styrkja og efla konur sem starfa í sjávarútvegi ásamt því að gera þær sýnilegri innan iðnaðarins sem og utan hans.

Leitast er við að ná til kvenna einnig í tengdum greinum í sjávarútveginum, s.s. stoðfyrirtækjum eða samstarfsaðilum.

Nýtt afl í sjávarútvegi

Konur í sjávarútvegi

Hugmyndin að félaginu Konur í sjávarútvegi varð til á sjávarútvegssýningu í Brussel í apríl s.l.
Hildur Kristborgardóttir, framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Goggs er forsprakki félagsins.

Á fallegum sumardegi var 10 kvenna stjórn mynduð og hugmyndin að félaginu varð að veruleika. Nú viljum við stækka netið.

Tilgangur félagsins er að styrkja og efla konur sem starfa í sjávarútvegi ásamt því að gera þær sýnilegri innan iðnaðarins sem og utan hans. Leitast er við að ná til kvenna einnig í tengdum greinum í sjávarútveginum, s.s. stoðfyrirtækjum eða samstarfsaðilum.

Markmið félagsins er að mynda öflugt tengslanet, virkja fleiri konur í starfi innan sjávarútvegsins og auka við þekkingu með því að fá konur sem eru reyndar á sínum sviðum til að deila þekkingu sinni.