Kynningarfundur fyrir nýtt félag, Konur í sjávarútvegi verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar kl. 17:00 í Íslandsbanka Kirkjusandi, 5. hæð.
Það væri okkur sönn ánægja ef þú sæir þér fært að gleðjast með okkur.

Kynningarfundur fyrir nýtt félag

Tilgangur félagsins er að styrkja og efla konur sem starfa í sjávarútvegi ásamt því að gera þær sýnilegri innan iðnaðarins sem utan.

Leitast er við að ná einnig til kvenna í tengdum greinum við sjávarútveginn s.s. stoðfyrirtækjum og/eða samstarfsaðila.

Dagskrá fundar:

Farið verður yfir tilgang félagsins, starfsemina á árinu og stjórn félagsins kynnt fyrir fundarmönnum.

Meðal ræðumanna eru:
» Guðrún Berta Daníelsdóttir Marel, talsmaður Kvenna í sjávarútvegi
» Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
» Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LC ráðgjafar

Hlökkum til að sjá þig – ekki er þörf á að skrá sig á fundinn.

Með bestu kveðju,
stjórn Kvenna í sjávarútvegi

Íslandsbanki