Saga

Saga félagsins

Konur í sjávarútvegi hófst á vormánuðum árið 2013.

Þá hittust 10 konur í sjávarútvegi saman og mynduðu stjórn. Þær voru allar sammála því að það þarf að vera vettvangur fyrir konur í sjávarútvegi til að búa til tengslanet, vinna saman, kynna sjávarútveginn fyrir konum sem þekkja hann ekki nógu vel og byggja upp jákvætt starf.

Tilgangur félagsins er að styrkja og efla konur í sjávarútvegi ásamt því að gera þær sýnilegri innan iðnaðarins sem og utan hans.