Flott boð fyrir KIS konur í Sjóminjasafnið í Reykjavík
miðvikudaginn 20. janúar 2016 kl. 17.00

Við hvetjum KIS konur til að gefa sér tíma og fjölmenna í flott boð.

Það verður tekið vel á móti okkur, við skoðum núverandi sýningu og sagt verður frá fyrirhugaðri sýningu safnsins (spennandi).
Léttar veitingar í boði.

Staðsetning: Grandagarður 8, gengið inn um aðalinngang.

Þetta er kjörið tækifæri til að skoða safn sem sýnir okkur söguna sem við byggjum atvinnu okkar á. Nánari upplýsingar um safnið má finna á vefnum þeirra: http://www.sjominjasafn.is/forsida/

Bryggjan Brugghús er í sama húsi og þar er hægt að setjast niður í spjall á eftir fyrir þær sem vilja.

Skráning fer fram á kis@kis.is