Minnum félagskonur á árlega ráðstefnu SFS sem haldin er föstudaginn 1. apríl. Þar sem ráðstefnan ber upp á sama dag og mánaðarlegur hittingur félagsins hefur verið ákveðið að færa Akkerið til 8. apríl.

Ráðstefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica, föstudaginn 1. apríl kl. 13.00 til 16.30. Frekari upplýsingar um viðburðinn og skráningu má sjá hér

Næsta Akkeri félagskvenna verður því að þessu sinni haldið 8. apríl næstkomandi. Akkerið er mánaðarlegur hittur félagskvenna. Tilgangur Akkerisins er fyrst og fremst tengslamyndun og þekkingarmiðlun milli kvenna í sjávarútvegi og því er engin auglýst dagskrá á þessum viðburði. Félagskonur eru því hvattar til að mæta og hafa gaman saman í vikulok.

 

Í framtíðinni verður Akkerið er ávallt haldið á sama stað, Bryggjunni Brugghúsi, fyrsta föstudag hvers mánaðar nema í þeim tilvikum sem viðburðurinn skarast á við aðra viðburði í sjávarútvegi.

Staðsetning og tími næsta Akkeris: Bryggjan brugghús, Grandagarði, föstudaginn 8. apríl kl. 17:00

Skráning ekki þörf