Árangursrík hugbúnaðarinnleiðing í nútímafiskvinnslu.

Marel býður konum í sjávarútvegi og gestum þeirra á málstofu þar sem Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamar Seafood og Jón Geir Sigurbjörnsson, viðskiptastjóri hugbúnaðarlausna Marel ræða árangursríka innleiðingu á Innova framleiðsluhugbúnaði Marel.

 

Innova er framleiðsluhugbúnaður sem gerir matvælaframleiðendum kleift að hámarka nýtingu og afköst, uppfylla gæðakröfur og tryggja matvælaöryggi.

Fundarstjóri er Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta og fjárfestatengsla Marel.

Málstofan fer fram föstudaginn 8. apríl kl. 8.30 í Marel, Austurhrauni 9, 210 Garðabær.

Þetta er fyrsta málstofan í seríunni sögur úr landi og er félagskonum velkomið að bjóða með sér gestum af báðum kynjum á þennan áhugaverða viðburð.

Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8.00.

Vinsamlegast skráið þáttöku hér