Kæru Konur í sjávarútvegi,

Ykkur er boðið að koma á viðburð í Matís þann 16. mars, kl. 9-12, sem fjallar m.a. um rekjanleika. Boðið verður uppá hádegisverð að viðburði loknum.

Nánar um viðburð:

Matís stendur fyrir málstofu um hvernig erfðatækni geti nýst við að tryggja heilindi í viðskiptum með sjávar- og fiskeldisafurðir. Á undanförnum árum hafa komið upp fjöldi tilvika þar sem milliliðir og neytendur eru blekktir í viðskiptum með sjávarfang. Málstofunni er skipt upp í fjóra hluta. Hver hluti hefst með stuttum inngangi um hvert umfjöllunarefni og í framhaldi verða svo almennar umræður.

 

1) Aðferðir til að fylgjast með og sannreyna innihald fóðurs fyrir fiskeldi.
2) Aðferðir til að greina óæskilegar örverur í sjávarfangi.
3) Erfðafræðilegar aðferðir til að tegundagreina og rekja uppruna.
4) Kröfur markaða og hagnýting erfðaupplýsinga með tilliti til regluverks og efnahagslegra áhrifaþátta.

Staður: Matís, Vínlandsleið 12, 113 RVK. Fundarherbergi 312 – Súlur.
Stund: 16. mars 2016, kl. 9:00 – 12:00.

Vinsamlegast skráið þáttöku hjá Guðbjörgu Ólafsdóttur, gudbjorg@matis.is

Verið þið hjartanlega velkomnar – Vinir, vandamenn og allir áhugasamir einnig velkomnir!