Félagskonur og velunnarar KIS,

Nú er stundin runnin upp, fimmtudaginn 19.maí leggja KIS konur í skemmtilegt tveggja daga ferðalag norður.

Hópurinn samanstendur af konum frá höfuðborginni jafnt sem landsbyggðinni og eru 48 félagskonur með í fer að þessu sinni.

Framundan er fjölbreytt og þettskipuð dagskrá en þó svigrúm til að kynnast og efla tengslin.

Dagskrá ferðarinnar má nálgast hér.

Félagið auglýsti einnig opinn viðburð, Akkerið sem fer fram bæði á Siglufirði og Akureyri kl 18:00 báða dagana þar sem konur jafnt sem karlar eru velkomnir að koma hitta okkur, kynnstar félaginu og efla tengslin. Auglýsinguna í heild sinni má finna hér.

 

Nánari upplýsingar um ferðina veitir Freyja Önundardóttir, formaður KIS í síma 861 2186