Akureyri-Dalvík-Ólafsfjörður-Siglufjörður og etv. fleira.
Nú nálgast vorið og við höfum hug á góðu ferðalagi.

Áætlað er að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar fimmtudagsmorgunn 19.maí.

Við stefnum á Siglufjörð með viðkomu hjá áhugaverðum fyrirtækjum á leiðinni. Samvera, kvöldverður og gisting á Sigló hotel

Haldið til Akureyrar daginn eftir þar sem hægt er að taka flugið heim eða vera með og nýta daginn til heimsókna og samskipta og borða saman kvöldverð og gista á Icelandairhotel Akureyri

Verið er að vinna að nánari dagskrá og markmiðið er að safna í reynslubankann og efla tengslanet og starf Kvenna í sjávarútvegi um allt land.

Við þurfum við að vita fjöldann sem fyrst til að hægt sé að tengja saman alla þræði Áætlaður kostnaður er 65 þúsund á mann mv. flug, tveggja manna herbergi 2 nætur, morgunverð og þriggja rétta kvöldverð bæði kvöldin. Félagið kemur til með að taka þátt í kostnaði við rútur og hugsanlega niðurgreiða einhvern hluta kostnaðar.

Nú þarf að hugsa hratt og ákveða hvort ekki er rétt að grípa tækifærið og vera með í flottri ferð í fínum félagsskap og hafa bæði gagn og gaman af.

Sendið línu á kis@kis.is til að láta vita ef þið hafið áhuga á að koma með.

Kveðja,
Stjórnin