Aðalfundur Kvenna í Sjávarútvegi verður haldinn miðvikudaginn 12. október 2016 í Húsi sjávarklasans að Grandagarði 16 og hefst hann kl. 16:00.
Dagskrá:
• Kosning fundarstjóra og fundarritara
• Skýrsla stjórnar lögð fram
• Reikningar lagðir fram til samþykktar
• Ákvörðun félagsgjalds
• Kosning stjórnar
• Önnur mál
Eftirfarandi stjórnarkonur gefa áfram kost á sér til stjórnarsetu:
Freyja Önundardóttir – starfar hjá Önundi ehf.
Nótt Thorberg – starfar hjá Marel Iceland
Hólmfríður Einarsdóttir – starfar hjá Íslandsbanka
Guðrún Arndís Jónsdóttir, starfar hjá Iceland Pelagic
Kristín Helgadóttir – starfar hjá Hafrannsóknastofnun
Eftirfarandi félagskonur gefa kost á sér sem nýjar stjórnarkonur:
Hrefna Karlsdóttir – starfar hjá Ábyrgar fiskveiðar
Tinna Hrund Birgisdóttir – starfar hjá Ópal Sjávarfang
J. Snæfríður Einardóttir – starfar hjá HB Granda
Auður Ýr Sveinsdóttir – starfar hjá Valka ehf.
Félagskonur eru hvattar til að fjölmenna. Aðalfundur er aðal vettvangur félagskvenna til að koma saman og leggja línurnar í starfi félagsins, kjósa stjórn og vinna að sameiginlegum markmiðum.
Reykjavík 27. september 2016
f.h. stjórnar Kvenna í Sjávarútvegi
Freyja Önundardóttir, formaður KIS