Alþjóðleg ráðstefna fyrir konur í sjávarútvegi

Þann 5.-7. nóvember 2018 stendur yfir alþjóðleg ráðstefna fyrir konur í sjávarútvegi í Santiago de Compostela á Spáni. Félaginu hlotnaðist sá heiður að vera boðið á ráðstefnuna og mun fyrrverandi formaður félagsins, Freyja Önundardóttir kynna niðurstöðu rannsóknar um stöðu kvenna í sjávarútvegi sem framkvæmd var árið 2017.

Niðurstöður rannsóknarinnar í heild sinni á íslensku: Staða kvenna í sjávarútvegi frá sjónarhorni fyrirtækja og stofnana.

Samantekt um rannsóknina á ensku: Translation research.

Fyrir áhugasama er tengill á vefsíðu ráðstefnunnar hér.