Bakhjarlar

Íslandsbanki hefur verið bakhjarl Félags kvenna í sjávarútvegi, KIS, frá stofnun þess 2013. Það er hluti af samfélagsábyrgð bankans að styðja jafnréttismál í ólíkum atvinnugreinum og stuðla þannig að jákvæðri samfélagsþróun. Íslandsbanki hefur verið nátengdur sjávarútvegi frá stofnun bankans og er því samstarf við konur í sjávarútvegi bankanum mjög mikilvægt.

www.islandsbanki.is

Háskólinn á Akureyri er bakhjarl Félags kvenna í sjávarútvegi og hefur verið það frá árinu 2018. Háskólinn er eini skólinn á Íslandi sem hefur um langt árabil menntað sjávarútvegsfræðinga og leggur áherslu á það nám. Nemendur útskrifaðir úr sjávarútvegsfræði og viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri hafa í gegnum árin farið í vinnu hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi og út um allan heim og eru eftirsóttir starfskraftar.

Háskólinn rekur jafnframt Sjávarútvegsmiðstöð en hún hefur undanfarin ár rekið skóla á sumrin fyrir grunnskólanemendur á Austur- og Norðurlandi í samvinnu við sjávarútvegsfyrirtæki og sveitarfélög á þeim svæðum ásamt því að sinna fleiri verkefnum t.d. i tengslum við rannsóknir og þróun í sjávarútvegi.

www.unak.is