Stefanía Björg Einarsdóttir launafulltrúi hjá Þorbirni hf í Grindavík fagnar í dag 40 ára starfsafmæli hjá fyrirtækinu. Slíkt er langt því frá sjálfgefið og þótti okkur Konum í sjávarútvegi ástæða til að óska Björgu, eins og hún er jafnan kölluð til hamingju með áfangann.
Til gamans má geta þess að þegar Björg hóf störf hjá félaginu var hún ráðin eina vetrarvertíð, sem varð að 40 ára starfsferli.