Fjör og fróðleikur í febrúar

Það eru tveir viðburðir á dagskrá KIS kvenna í febrúar sem engin ætti að missa af. Föstudaginn 10. febrúar heimsækjum við Hafrannsóknastofnun þar sem Sigurður Guðjónsson forstjóri tekur á móti okkur. Þar munu einnig Hallveig Ólafsdóttir hjá SFS og Guðrún Arndís Jónsdóttir stjórnarkona í KIS fjalla um íslenska kvótakerfið.

Tveimur vikum síðar, 24. febrúar hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra boðið KIS konum í móttöku í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Við vekjum athygli að báðir viðburðirnir eru á föstudegi sem ætti að henta félagskonum á landsbyggðinni betur.

Frekari upplýsingar þegar nær dregur.