Fræðslufyrirlestur KIS var haldinn í 23. október þar sem Berglind Einarsdóttir, sérfræðingur í tækni og gervigreind og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Bentt fræddi okkur um gervigreind og hvernig hægt er að nýta hana á skilvirkan hátt. Fyrirlesturinn var haldinn í sal Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og SFS konur tóku vel á móti okkur með gómsætum veigum frá Jómfrúnni.
Við þökkum Berglindi fyrir áhugaverðan fyrirlestur og viljum líka þakka SFS konum fyrir sérstaklega góðar mótttökur. Gaman var að sjá hversu margar konur mættu í bleiku í tilefni bleika dagsins og við þökkum kærlega fyrir góða stund og góðar umræður.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar á næsta viðburði í nóvember.