Hlekkur á beint streymi hér
Hvernig getur fjölbreytileikinn stutt við hagsæl og hvernig getum við fjárfest til framtíðar í greininni?
Opinn fundur KIS um fjölbreytileika, fjárfestingar og framtíðina í sjávarútvegi verður haldinn í samstarfi við Íslandsbanka þann 23. febrúar og hefst kl 9:00.
Fundurinn er boðaður til þess að kynna niðurstöður rannsóknar sem að samtök Kvenna í sjávarútvegi létu gera nýverið. Markmið könnunarinnar er að kortleggja stöðu kvenna í greininni og safna tölulegum upplýsingum um konur og kanna viðhorf til þeirra innan greinarinnar. Rannsóknin var send á æðstu stjórnendur um 500 fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdum greinum, en sambærileg rannsókn var gerð á vegum samtakanna árið 2017 og verða niðurstöðurnar bornar saman við hana.
Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun flytja opnunarávarp og í framhaldinu mun Agnes Guðmundsdóttir, formaður KIS, kynna niðurstöðurnar. Íslandssjóðir munu svo kynna nýjan sjóð með áherslu á fjárfestingar í haftengdri starfsemi sem verður settur á laggirnar fljótlega, en honum er meðal annars ætlað að styðja við vöxt í víðu mengi sjávarútvegs og hliðargreinum hans. Fleiri áhugaverð erindi verða einnig flutt ásamt pallborðsumræðum undir stjórn Eddu Hermannsdóttur.
Dagskrá:
- Svandís Svavarsdóttir – Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra
- Agnes Guðmundsdóttir – Formaður félags Kvenna í sjávarútvegi
- Jón Bjarki Bentsson – Aðalhagfræðingur Íslandsbanka
- Árni Oddur Þórðarson – Forstjóri Marels
- Kjartan Smári Höskuldsson – Framkvæmdastjóri Íslandssjóða
Pallborðsumræður undir stjórn Eddu Hermannsdóttur
- Ásta Dís Óladóttir – Dósent við Háskóla Íslands
- Erla Ósk Pétursdóttir – Framkvæmdastjóri Marine Collagen
- Elliði Vignisson – Bæjarstjóri Ölfuss
- Guðmundur Kristjánsson – Forstjóri Brims