Það hefur verið margt um manninn á bás KIS-kvenna á Sjávarútvegssýningunni. Félagskonur hafa verið duglegar að standa vaktina, kynna nýútkomna rannsókn og myndband og taka á móti gestum. Meðal þeirra sem hafa heimsótt básinn eru Guðni Th. Jóhannesson forseti og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.