KIS konur í fjölmiðlum ofl.

Arion banki og SFS bjóða á fyrirlestur um aflaheimildir og framtíðina fimmtudaginn 29. september kl. 16 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.
KIS konur taka virkan þátt í umræðum um sjávarútvegsmál. Hallveig hagfæðingur hjá SFS heldur erindi og Heiðrún Lind framkvæmdastjóri SFS og Freyja formaður KIS taka þátt í pallborðsumræðum.

Konur í sjávarútvegi eru sérstaklega boðnar velkomnar og hvattar til að mæta.

Dagskrá og nánari upplýsingar eru að finna hér og á vef Arion banka

Við viljum einnig benda á áhugavert september tímarit Sjávarafls þar sem rætt er við tuttugu konur sem eiga það sameiginlegt að starfa í sjávarútvegi og tengdum greinum.
Þar er meðal annars viðtal við formanninn okkar um félagið (bls 22) og fleiri KIS konur.

Tímaritið má nálgast í heild sinni hér

Með kveðju,
Stjórn Kvenna í sjávarútvegi