Ný stjórn Kvenna í sjávarútvegi var kjörin á aðalfundi félagsins 28. september 2023 sem fram fór á Hótel Reykjavík Grand en 60 félagskonur mættu á fundinn.
Þetta er tíunda starfsár félagins og því skáluðu félagskonur saman að fundi loknum og skemmtu sér saman. Stjórnarkonum síðustu 10 ára var þakkað fyrir óeigingjörn störf í þágu félagsins ásamt því að Hildur Sif Kristborgardóttir, fyrsti formaður félagsins og ein helsta hvatakona að stofnun félagsins var heiðruð með blómvendi.
Margrét Kristín Pétursdóttir forstöðumaður gæðamála hjá Vísi sagði af sér sem formaður félagsins vegna persónulegra ástæðna og þakkar félagið henni kærlega fyrir vel unnin störf. Margrét gaf kost á sér sem meðstjórnandi og mun áfram sitja í stjórn.
Tinna Gilbertsdóttir sölustjóri frosinna afurða hjá Iceland Seafood International var kjörin nýr formaður félagsins
Nýkjörnar stjórnarkonur eru
Ingveldur Ásta Björnsdóttir hjá North 65 ehf.
Ragnheiður Eyjólfsdóttir áfanga og gæðastjóri hjá Fisktækniskólanum
Rósa Júlía Steinþórsdóttir hjá Íslandsbanka
Unnur Svala Vilhjálmsdóttir hjá Eimskip
Þær sem halda áfram eru
Rakel Kristinsdóttir hjá Síldarvinnslunni
Unnur Inga Kristinsdóttir gæðastjóri landvinnslu Samherja
Margrét Kristín Pétursdóttir forstöðumaður gæðamála hjá Vísi hf
Margrét Albertsdóttir tók við stöðu verkefnastjóra í mars og mun hún halda áfram störfum hjá félaginu
Auk kosningu nýrrar stjórnar, var skýrsla stjórnar lögð fram, ársreikningur lagður fram til samþykktar og félagsgjöld ákveðin.
Ný stjórn kvenna í sjávarútvegi þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir vel unnin störf og hlakkar til komandi starfsárs.