samþykktir félagsins

1. gr.
Félagið heitir Konur í sjávarútvegi.

2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er að Fiskislóð 19, 101 Reykjavík

3. gr.
Tilgangur félagsins er að styrkja og efla konur sem starfa í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. Félagið stendur fyrir viðburðum og fræðslu með það að markmiði að efla samstöðu og samstarf kvenna innan sjávarútvegs og haftengdra greina.

4. gr.
Með tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að búa til öflugt tengslanet, virkja fleiri konur og skoða menntamál kvenna í sjávarútvegi. Jákvæðni, samstaða og hjálpsemi eru eitt af fremstu markmiðum félagsins.

5. gr.
Félagskonur skulu gegna starfi innan haftengdrar starfsemi hverju sem það nefnist og vilja taka þátt í eflingu kvenna í sjávarútvegi. Halda skal félagaskrá yfir félagskonur. Heimilt er að segja sig úr Konur í sjávarútvegi hvenær sem er, með tilkynningu til formanns, en félagsgjald er þó ekki endurgreitt. Ef félagsgjaldið er ekki greitt í heilt ár er félagskona felld útaf félagaskrá.

6. gr.
Starfstímabil félagsins er frá 1. september til 31. ágúst ár hvert. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

7. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. október ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar lögð fram
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Lagabreytingar
  • Ákvörðun félagsgjalds
  • Kosning stjórnar
  • Önnur mál

8. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 8 – 10 félagskonum, formanni, varaformanni og meðstjórnendum. Stjórn skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Kosið er um formann og meðstjórnendur. Við sérstakar aðstæður getur stjórnarkona beðist lausnar á stjórnarfundi með formlegu bréfi eða sent tölvupóst á formann.  Stjórnin finnur þá eftirmann þar til kosið verður á aðalfundi. Ef formaður forfallast þá tekur varaformaður sæti formanns. Endurnýjun stjórnar þarf að fara fram án þess að samfellu skorti og því geta að hámarki fjórar félagskonur farið úr stjórn á sama starfsári. Aðeins getur ein kona úr hverju fyrirtæki eða stofnun gengt starfi stjórnarkonu hverju sinni.  Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar félagskonur á fundi eftir þörfum.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

9. gr.
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi og skulu félagsgjöld vera innheimt árlega.

10. gr.
Rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið til uppbyggingar félagsins og til að standa straum af kostnaði af þeim viðburðum og fundum sem haldnir eru á vegum Konur í sjávarútvegi.

11. gr.
Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta og rennur sjóðsafgangur ef einhver er til Barnaspítala hringsins.

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi félagsins 1.10.2017 og öðlast gildi sama dag.