FKA heldur áhugavert málþing í fyrramálið, 20.september, um fjölmiðla á Íslandi. Málþingið fer fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík kl. 8:30 – 10:00. Það er tilvalið fyrir okkur að mæta og taka þátt í umræðunni eftir vel heppnað námskeið síðastliðinn föstudag með Sirrý.
FKA hefur hvatt fjölmiðla til að snúa hlutföllunum á hvolf þennan eina dag þannig að þau verði 80:20 konum í vil. Þessi félög eiga sameiginlegt markmið um að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum.
Stjórn KIS hvetur félagskonur til að mæta á málþingið í fyrramálið en nánari upplýsingar eru að finna á vef FKA.