Fyrsti stjórnarfundur KIS eftir sumarleyfi fór fram 16.ágúst síðastliðinn og er verið að leggja drög að dagskrá haustsins og má segja að það sé mikill hugur í félaginu.
Á næstu dögum mun ykkur berast fundarboð og dagskrá aðalfundar KIS en fundurinn er haldinn föstudaginn 23. september kl 15:00 í Húsi sjávarklasans að Grandagarði 16.
Átta konur sitja í stjórn félagsins og er ljóst að tvö stjórnarsæti verða laus fyrir áhugasamar konur. Helstu verkefni eru umsjón félagatals, bókhald í samráði við KPMG, markaðsmál (heimasíða, samfélagsmiðlar osfrv) og viðburðastjórnun.
Óskað er eftir framboðum frá félagskonum til stjórnarsetu hjá félaginu.
Framboð sendist á kis@wpvefhysing.is
Með kveðju,
Stjórn KIS