um félagið

Konur í sjávarútvegi

Félag kvenna í sjávarútvegi var stofnað árið 2013 af hópi kvenna sem fann fyrir þörf á aukinni tengingu, samstarfi og eflingu kvenna í greininni. Það er markmið félagsins að gera konur sýnilegri bæði innan sjávarútvegsins og utan hans og að fá fleiri konur til liðs við okkur í sjávarútveginum.

Starfsár okkar er frá september til maí. Á árinu eru haldnar skipulagðar heimsóknir til fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem markmiðið er að kynnast öðrum konum í greininni, læra og auka skilning okkar á sjávarútveginum og fjölbreytni fyrirtækja og stofnana innan hans.

Við ljúkum starfsári okkar með árlegri vorferð sem er hápunktur árlegra viðburða. Tilgangurinn með þessari árlegu ferð er að styrkja sambönd okkar á meðan við lærum og víkkum sjóndeildarhringinn okkar.