Vorferð KIS

Á dögunum fóru félagskonur KIS í sína árlegu vorferð, en viðburðurinn er hápunktur starfsársins hjá félaginu. Í ár var förinni heitið til Vestmannaeyja og fóru um 50 félagskonur í fjölbreyttar heimsóknir til fyrirtækja í greininni. Það var mikil gleði hjá okkar konum að komast í vorferð eftir nokkura ára hlé og ekki skemmdi fyrir hvað sólin skein glatt!

Á leið okkar frá Reykjavík til Vestmannaeyja var komið víða við og á fyrri deginum heimsóttum við ört vaxandi nýsköpunarfyrirtæki og hlutum þar fræðslur og kynnisferðir. Ferðin hófst á Hellisheiði þar sem við fræddumst um þörungaræktun. Þar á eftir höfðum við viðkomu í Þorlákshöfn en þar á sér stað mikil uppbygging og fengum að fræðast um sæbjúgnaveiðar sem eru stundaðar þaðan og laxeldi sem er þar í byggingu. Í Vestmannaeyjum heimsóttum við Íslandsbanka sem er sterkur bakhjarl KIS.

Seinni daginn í Vestmannaeyjum heimsóttum við tvær öflugar og rótgrónar fiskvinnslur sem eiga samtals að baki um 200 ára reynslu í veiðum og vinnslu fisks og fengum að skoða uppsjávarskipið Sigurð VE.

Það var virkilega ánægjulegt að fá að heimsækja þessi fjölbreyttu og metnaðarfullu fyrirtæki og þökkum eftirfarandi kærlega fyrir góðar móttökur:

Vaxa Technologies 

Landeldi 

Hafnarnes Ver

Íslandsbanki í Vestmannaeyjum

Ísfélag Vestmannaeyja

Vinnslustöðin – VSV